-

3,490 kr.
Norn og köttur fljúga saman á töfrasóp um loftin blá – og þar er nóg pláss fyrir vinalegan hund, frosk og fugl sem vilja vera með. En þegar glorhungraður dreki birtist skyndilega verða nornin og vinir hennar að grípa til sinna ráða.
Öll í hóp á einum sóp er þriðja bók metsöluhöfundanna Juliu Donaldson og Axels Scheffler sem kemur út á íslensku en bæði Greppikló og Greppibarnið hafa átt miklum vinsældum að fagna meðal íslenskra barna. Sigríður Ásta Árnadóttir þýddi.
Innbundin – útgáfuár: 2022
-

-

-

-

-

-

3,290 kr.
Ási stendur vörð og fylgist með skipaferðum sjóræningja! En skipin reynast ekki vera sjóræningjaskip og allir í bænum eru hættir að trúa viðvörunum hans.
Hvað gerist þá þegar sjóræningjarnir loksins koma?
Útgáfuár: 2022
-

3,490 kr.
Í Kardemommubæ gengur lífið sinn vanagang undir stjórn Bastíans bæjarfógeta. En í útjaðri bæjarins búa ræningjarnir þrír, Kasper, Jesper og Jónatan, og þeir ræna ekki bara pylsum og brauði – og súkkulaði handa ljóninu – heldur líka sporvagninum og sjálfri Soffíu frænku! Þessi sígilda saga eftir Thorbjörn Egner um fjölskrúðugt mannlífið í Kardemommubæ hefur glatt kynslóðir Íslendinga.
Bókin er prýdd litmyndum eftir höfundinn og sögunni fylgir fjöldi sönglaga sem flestir þekkja í frábærri þýðingu Kristjáns frá Djúpalæk.
Hulda Valtýsdóttir þýddi söguna.
Innbundin – útgáfuár: 2020
-

7,990 kr.
Í þessari einstaklega fallegu myndskreyttu bók má halda utan um minningar barnsins. Á skemmtilegan hátt fá foreldrar tækifæri til að skrá niður afrek barnsins, minnistæða daga og góðar minningar. Í bókinni eru einnig umslög fyrir bréf til barnsins. Minningar bernskunnar sem fylgja barninu út ævina.
Útgefandi Setberg.