• Greppibarnið

    3,490 kr.

    Við í Valhnetu elskum fallegar, vandaðar og skemmtilegar barnabækur. Bækurnar eftir Julia Donaldson eru spennandi og skemmtilegar, líka fyrir foreldrana.

    Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn.
    En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni.

    Greppibarnið, í vandaðri þýðingu Þórarins Eldjárns, er nú loks fáanleg að nýju. Því fagna börn á öllum aldri, sérstaklega þau sem bæði eru hugdjörf og heimakær.

    Innbundin – útgáfuár: 2022

  • Greppikló

    3,490 kr.

    Greppikló er ógurleg skepna með geiflugóm og gríðarlegar tær með klóm, og hún slafrar í sig slöngum, refum og uglum sem á vegi hennar verða. Eða það segir litla músin að minnsta kosti við dýrin sem hún hittir í skóginum. Bókin Greppikló hefur notið gífurlegra vinsælda hjá ungum lesendum um árabil, sérstaklega þeim sem óttast hið ókunna.

     
  • Múmínálfar læra litina

    2,190 kr.

    Allir þekkja Múmínálfana en þessar vinsælu persónur úr smiðju finnsku listakonunnar Tove Jansson hafa nú fengið nýtt hlutverk. Múmínfjölskyldan er nefnilega býsna fróð og í nýjum harðspjaldabókum kenna þau yngstu lesendunum að þekkja litina.

    Fyrir múmínálfa-aðdáendur og litlar hendur frá 1 árs aldri.

  • Öll í hóp á einum sóp

    3,490 kr.

    Norn og köttur fljúga saman á töfrasóp um loftin blá – og þar er nóg pláss fyrir vinalegan hund, frosk og fugl sem vilja vera með. En þegar glorhungraður dreki birtist skyndilega verða nornin og vinir hennar að grípa til sinna ráða.

    Öll í hóp á einum sóp er þriðja bók metsöluhöfundanna Juliu Donaldson og Axels Scheffler sem kemur út á íslensku en bæði Greppikló og Greppibarnið hafa átt miklum vinsældum að fagna meðal íslenskra barna. Sigríður Ásta Árnadóttir þýddi.

    Innbundin – útgáfuár: 2022

  • Múmínálfar læra orð

    2,190 kr.

    Allir þekkja Múmínálfana en þessar vinsælu persónur úr smiðju finnsku listakonunnar Tove Jansson hafa nú fengið nýtt hlutverk. Múmínfjölskyldan er nefnilega býsna fróð og í nýjum harðspjaldabókum kenna þau yngstu lesendunum að þekkja orð.

    Fyrir múmínálfa-aðdáendur og litlar hendur frá 1 árs aldri.

  • Múmínálfar læra tölur

    2,190 kr.

    Allir þekkja Múmínálfana en þessar vinsælu persónur úr smiðju finnsku listakonunnar Tove Jansson hafa nú fengið nýtt hlutverk. Múmínfjölskyldan er nefnilega býsna fróð og í nýjum harðspjaldabókum kenna þau yngstu lesendunum að þekkja tölurnar.

    Fyrir múmínálfa-aðdáendur og litlar hendur frá 1 árs aldri.

  • Pönnukökutertan

    3,490 kr.

    Í dag á Brandur afmæli og af því tilefni ætlar Pétur að baka pönnukökutertu eftir sinni eigin uppskrift. Málin vandast þó er í ljós kemur að hveitið er búið og þegar Pétur ætlar að hjóla út í búð reynist afturdekkið á hjólinu hans sprungið. Vandræðin halda áfram að hrannast upp og það reynir á útsjónarsemi Pétur og hugrekki Brands ef það á að verða nokkur pönnukökuterta í afmælinu. Þessi tímalaus bók eftir verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.

    Höfundur: Sven Norqvist Útgáfuár: 2022

  • Brandur flytur út

    3,490 kr.

    Klukkan er fjögur að morgni í kyrrlátri sveit í Svíþjóð. Frá húsinu hans Péturs heyrast skelfileg óhljóð. Kötturinn Brandur hefur fengið nýtt rúm og er vaknaður fyrir allar aldir til að gera morgunæfingarnar. Pétur getur alls ekki sofið fyrir látunum og setur því Brandi úrslitakosti sem eiga eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar. Þessi tímalausa bók eftir sænska verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist, er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.

     

    Höfundur: Sven Nordquist
    Útgáfuár: 2021
  • Getur þú ekki neitt, Pétur?

    2,990 kr.

    Kötturinn Brandur er ótrúlega klár og getur gert hinar ýmsu kúnstir sem ekki eru á færi Péturs. Hvað í ósköpunum getur Pétur þá gert eða getur hann alls ekki neitt? Bók fyrir allra yngstu lesendurna eftir sænska verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist.

    Höfundur: Sven Norqvist Útgáfuár: 2022

  • Ófriður í grænmetisgarðinum

    3,490 kr.

    Það er fagur vormorgun í friðsælum trjágarði í Svíþjóð og Pétur ætlar að sá fyrir grænmeti og setja niður kartöflur. Kötturinn Brandur er ekki hrifinn af áformunum og vill heldur rækta eitthvað annað. Garðyrkjan gengur þó ekki alveg þrautalaust og það reynir á hugvitsemi Péturs og leikhæfileika Brands. Þessi tímalausa bók eftir sænska verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist, er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.

    Höfundur: Sven Nordquist
    Útgáfuár: 2021

  • Pétur tjaldar

    3,490 kr.

    Pétur býr með kettinum sínum Brandi og nokkrum hænum í fallegri sveit í Svíþjóð. Uppi á háalofti rekast þeir á gamalt tjald, en sá fundur á heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér og skapa vandræði sem Gústi nágranni getur ekki beðið með að segja öllum sveitungunum frá. Þessi tímalausa bók eftir sænska verðlaunahöfundinn, Sven Nordqvist, er fullkomin fyrir börn og fullorðna til að njóta saman.

  • Sjóræningjarnir eru að koma!

    3,290 kr.

    Ási stendur vörð og fylgist með skipaferðum sjóræningja! En skipin reynast ekki vera sjóræningjaskip og allir í bænum eru hættir að trúa viðvörunum hans.

    Hvað gerist þá þegar sjóræningjarnir loksins koma?

    Útgáfuár: 2022

  • Fólk og ræningjar í Kardemommubæ

    3,490 kr.

    Í Kardemommubæ gengur lífið sinn vanagang undir stjórn Bastíans bæjarfógeta. En í útjaðri bæjarins búa ræningjarnir þrír, Kasper, Jesper og Jónatan, og þeir ræna ekki bara pylsum og brauði – og súkkulaði handa ljóninu – heldur líka sporvagninum og sjálfri Soffíu frænku! Þessi sígilda saga eftir Thorbjörn Egner um fjölskrúðugt mannlífið í Kardemommubæ hefur glatt kynslóðir Íslendinga.

    Bókin er prýdd litmyndum eftir höfundinn og sögunni fylgir fjöldi sönglaga sem flestir þekkja í frábærri þýðingu Kristjáns frá Djúpalæk.

    Hulda Valtýsdóttir þýddi söguna.

    Innbundin – útgáfuár: 2020