• Byggingarkubbar MEGA – 11stk Vanilla

    9,990 kr. 5,994 kr.

    Ný útgáfa af vinsælustu byggingarkubbunum frá by Lille Vilde nú í MEGA stórri útgáfu. Í kassanum eru 11 stk af kubbunum góðu en nú er hver kubbur miklu stærri. Þetta sett er sniðugt sem viðbót við hina kubbana eða eitt og sér. Kubbarnir eru frábrugðnir af því leyti að þeir eru mjúkir en stöðugir, ekki hægt að slasa sig á þeim. Foreldrar elska hversu hljóðlátir kubbarnir eru og hvernig þeir vaxa með börnunum. Við mælum með kubbunum fyrir 3ja ára og eldri en líka meta það út frá hverju barni fyrir sig.

    Kubbarnir eru CE merktir og uppfylla EN71-1-3.

    Kubbarnir mega blotna og þvi tilvalið að taka þá með sér út á pall á góðviðrisdögum.

     

  • Petites Pommes – Uppblásin Sundlaug French Rose

    12,990 kr. 7,794 kr.

    Uppblásin sundlaug frá danska merkinu Petite Pommes sem hannar og framleiðir tímalausar vörur sem standast tímans tönn. Hugsaðu vel um vörurnar og þær munu endast þér í mörg ár. Uppblásna sundlaugin frá Petite Pommes er fullkomin til að kæla sig niður á heitum sumardögum og halda krökkunum uppteknum. Sundlaugin er æðisleg á pallinn eða í garðinn.

    Stærð: 162 cm í þvermál – 45cm há
    Fyrir þriggja ára og eldri
    Kemur í fallegum poka til geymslu

    Með sundlauginni fylgir viðgerðarsett ef að ske kynni að það kæmi lítið gat. Tæmdu laugina þegar hún er ekki í notkun og ekki setja hana upp á stétt eða malbiki.
    Passaðu að fylla hana ekki meira en 90%.  Framleidd án þalata og Bisphenol efna (BPA).

    Complies with CE standards, Complies with CPSIA standards, Complies with security standards: EN71, ASTM US, AS / NZ ISO